Þögli meirihlutinn
Frjálslyndir sjálfstæðismenn eru áhugaverð eintök. Af einhverjum ástæðum eru þeir blindaðir í trú á hinum frjálsa markað og skilja ekki að ríkið geti þjónað nokkru hlutverki í nútímasamfélagi. Það fyrsta sem við þurfum að átta okkur á er að við getum ekki breytt þeim heldur þurfum við að virða þessa trú þeirra, rétt eins og við virðum trú kristinna og múslíma. Það þýðir hins vegar ekki að við þurfum að standa í löngum rökræðum við þá um villu þeirra. Það mun engum tilgangi skila og einungis taka tíma frá uppbyggingu nýja Íslands. Því legg ég til að framleiðis beiti fólk sömu aðferðum við frjálslynda sjálfstæðismenn eins og það beitir gagnvart geitungum þ.e. láti eins og þeir eru ekki þarna og því þá munu þeir, eins og geitungarnir, ekki stinga.