Leita í fréttum mbl.is

Vel að verki staðið

Við meirihluti Íslendinga viljum þakka ykkur fyrir þennan gernað. Þetta sýnir skýrt og greinilega að við höfum ekki áhuga á að horfa á stjórnmálamenn tala heldur viljum við sjá stjórnmála menn gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. Það hafa þeir ekki gert síðasta ár heldur hafa verið of uppteknir við að bjarga sér og sínum vinum. 
mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsyfirlýsing

Við meirihluti Íslendinga viljum lýsa því yfir að við styðjum þessar aðgerðir og viljum þakka ykkur fyrir að koma fram fyrir okkar hönd.
mbl.is Reyndu að loka Fjármálaeftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með þig Björn?

Nú segja ýmsir fyrrverandi fréttamenn RÚV þig hafa verið að skapa svipað andrúmsloft í tengslum við RÚV sem þín ríkisstjórn stjórnar. Eru þeir kannski bara að ljúga? En Baugsfréttamennirnir ekki? Má bara velja svona hver segir satt eftir því hvað hentar hverjum og einum best?

Nei, þetta er ekki trúverðug gagnrýni hjá þér Björn minn.


mbl.is Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski næst

Nei, þetta gekk ekki hjá okkur í dag. Gekk víst ekki hjá sjálfstæðismönnunum heldur. Vonandi gengur okkur betur næst.


mbl.is Íslendingar ekki getspakir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn að hlaupa frá vettvangi

Aftur eru litlu háværu sjálfstæðismennirnir mættir til að drepa umreiðunni á dreif. Það er ljóst að þeir eru að forðast það að tala um hið raunverulega vandamál sem er að sjálfstæðisflokkurinn var að skera stórlega niður fjárframlög til þeirra unglingahemila sem hafa bjargað lífi þessarar stelpu. Við meirihluti Íslendinga fordæmum svona vinnubrögð og krefjumst þess að sjálfstæðismenn fari að vinna í þágu borgaranna og ræði raunveruleg vandamál í stað þess að standa í pólítskum skotgafahernaði sem engum skilar.

Við skulum því virða skoðanir stelpunar og reyna að læra af reynslu hennar þ.e. við skulum halda þessum heimilum gangandi og reyna frekar að spara með því að skera niður laun til sjálfstæðismanns í Edinborg og sleppa því að greiða hálfan milljarð fyrir kofa á Laugarveginum.


mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ekki útgerðarmenn kúga okkur.

Já, það var tími til kominn. Við meirihluti Íslendinga viljum þakka þér Ingibjörg fyrir að taka af skarið og marka skýra stefnu að nýju og betra Íslandi. Nú er bara að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sjái tækifærin og láti ekki stjórnast af litlum hópi stuttbuxnastráka og sérhagsmunaseggja í sjávarútvegi. Jafnvel þó hann sé hávær.
mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærar þakkir

Við Meirihluti Íslendinga viljum þakka ykkur fyrir að koma fram fyrir okkar hönd. Það hefur sýnt sig að ríkisstjórnin skilur ekki eða lætur ekki hræða sig með friðsamlegum mótmælum og því þarf að taka til hendinni. Þannig að kærar þakkir fyrir að láta verkin tala.
mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þögli meirihlutinn
Þögli meirihlutinn
Borið hefur á því að undanförnu að fámennur hópur frjálslyndra sjálfstæðismanna hefur verið með hárreysti á morgunblaðsblogginu. Þetta eru menn sem nú eru í örvæntingu sinni að reyna að halda í völdin og koma Íslandi í sama gamla farið. Eitt bragð sem þeir hafa notað felst í því að tala eins og þeir séu að tala fyrir hönd fólksins í landinu. Þessu bloggi er ætlað að vega á móti því, berja á frjálshyggjustrákunum og vera rödd hins þögla meirihluta þjóðarinnar sem vill að nýtt og betra Ísland rísi úr kreppunni.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband